Markmið námskeiðsins: Markmið námskeiðsins er að kynnast því hvernig markaðurinn virkar og hvernig á að greina tækifæri fyrirtækisins á þessum markaði (í gegnum viðskiptaáætlunina).
Námsmarkmið:
- Að vita hvað markaðurinn er og af hvaða þáttum er hann byggður
- Að bera kennsl á mikilvægi markaðarins
- Að þekkja muninn á viðskiptaáætlun og markaðsáætlun
- Þekkja þá þætti sem mynda viðskiptaáætlun
- Að þekkja aðferðafræði við gerð viðskiptaáætlunar
Hæfnimarkmið:
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að geta kannað markaðinn og greint þá sem þar starfa og hlutverk og áhrif þeirra í frumkvöðlaferlinu. Nemendur eiga líka að geta skrifað viðskiptaáætlun, greint viðskiptaumhverfisþætti og skilgreint skilvirkt viðskiptamódel.
Áætlaður tími sem áfanginn tekur er í mesta lagi tvær og hálf klukkustund.
Það er engar heimildir eða önnur úrræði sem nemendur þurfa að kynna sér, áður en námskeiðið byrjar. Hins vegar er mælt með því að nemendur nái sér í þau úrræði sem skilgreind eru í lok hverrar kennslustundar til að kynna sér nánar námsmarkmið námskeiðsins.
Course Features
- Lectures 2
- Quizzes 1
- Duration 0 week
- Language English
- Students 27
- Assessments Self
- Áfangi 2: Markaðsrannsókn
Þessi áfangi miðar að því að skýra hugmyndina um markað og viðskipti fyrir þeim sem ætla að stunda þar viðskipti. Einkenni markaðs og viðskipta og munurinn á þeim hugtökum eru nefnd til sögunnar og einnig hvernig þessir þættir bæta hvorn annan upp. Þrátt fyrir að það virðist sem þessi tvö hugtök (markaður og viðskipti) skarist, mun áfanginn leggja áherslu á að hugtökin endurspegla lykilatriði í frumkvöðlaferlinu. Viðskiptaáætlunin sem allir frumkvöðlar þurfa að gera, marka viðskiptastefnu ans, markaðsáætlunin segir til um hvernig á að fara með afurð á markaðinn. Þessar tvær áætlanir styðja hver við aðra og báðar styðja frumkvöðulinn á ferð hans í frumkvöðlastarfi.