Markmið þessa áfanga er að sjá konum í frumkvöðlastarfi fyrir grunnþekkingu á helstu þáttum markaðsfærslu og um leið bæta færni þeirra. Einnig að koma með tæki til að gera markaðsrannsókn og að þróa markaðs stefnu fyrir fyrirtæki þeirra.
Námsmarkmið – Með því að fara í gegnum þetta námskeið ættu þátttakendur að geta :
- Skilja grunnhugtök um markaðsfærslu
- Skilja hvað markaðsrannsókn er, hver er tilgangur slíkrar rannsóknar og hin ýmsu skref sem þarf til að framkvæma hana
- Útbúa markaðsstefnu fyrir fyrirtækið og gera aðgerðaáætlun fyrir markaðssetninguna
- Skilja hver markhópurinn er og vita hvernig á að nálgast hann og mynda þar með hagnað
Hæfnimarkmið – Eftir að hafa lokið þessum áfanga um markað og sölu ættu þátttakendur að geta:
- Beita grunnhugtökum í tengslum við markaðssetningu
- Nota tæki á netinu til að framkvæma markaðsrannsókn
- Útbúa viðskiptastefnu og aðlaga að þeirri afurð sem fyrirtækið byggir á
Course Features
- Lectures 2
- Quizzes 1
- Duration 0 week
- Language English
- Students 32
- Assessments Self
- Áfangi 5: Markaður og sala
Ert þú þekkt fyrir hæfileika þína sem handverkskona og fyrir gæði afurða þinna? Mundu að velgengni afurðanna á markaði fer einnig eftir getu þinni til að ná á réttan markað og að skilja þróun hans. Það er hér sem markaðssetning mun hjálpa þér! Þessi áfangi gerir þér kleift að skilja grundvallarhugtök markaðssetningar, gera einfaldar markaðsrannsóknir skref fyrir skref og skilgreina viðskiptastefnu sem auðveldar að bera kennsl á rétta viðskiptavini fyrir starfsemin. Hér koma í ljós margskonar ókeypis tæki og tól á netinu sem getaorðið að liði.