Skilningur á samféagsmiðum og um kynningu á afurðurm
Önnur kennslustund þessa áfanga fjallar um eftirfarandi viðfangsefni:
Hvernig hægt er að nota kraft samfélagsmiðla við kynningu á afurðum og til að útbúa árangursríka herferð, með öðrum orðum, hvernig á að búa til arðbæran rekstur og hvernig á að selja vöru í gegnum samfélagsmiðla.
Það getur verið mjög árangursríkt að kynna og sýna afurðina fyrir talsvert breiðum hópi áhorfenda í gegnum samfélagsmiðla. Þess vegna getur það líka verið frábært tækifæri fyrir frumkvöðla að nýta þessa miðla. Samfélagsmiðlar eru komnir til að vera og fleiri munu koma. Rétt notkun þeirra getur skilað hámarks ávinning fyrir fyrirtæki.
Samt sem áður er hægt að gera mistök þegar kemur að samfélagsmiðlum en markmiðið í þessari kennslustund er að sýna hvernig má greina hvernig getur verið hentugt að undirbúa notkun samfélagsmiðla. Ekki er hægt að neita því að markaðssetning á samfélagsmiðlum hefur marga kosti fyrir bæði frumkvöðla og eins rótgróin fyrirtæki. Með því að setja upp hina réttu aðferð á samfélagsmiðlum mun það geta leitt til aukinnar umferðar á síðu fyrirtækisins, meiri sölu, hollustu við afurðina, aukinnar ánægju viðskiptavina og margt fleira. Samkeppnin vex nú þegar á samfélagsmiðlum, því þarf að passa að samkeppnisaðilarnir taki ekki viðskiptavini frá fyrirtækinu.
Mynd: Anshika (16. ágúst 2018) náð í frá the she POWER
Í þessari kennslustund er lögð áhersla á mikilvægi þess að nota samfélagsmiðla sem leið til að kynna og selja afurðina á réttan hátt. Hér er því lagt til að leggja sem mesta áherslu á þessa miðla. En þá er mikilvægt að fylgja góðum ráðum og ð forðast algeng mistök.
Góð ráð til að hámarka áhrif samfélagsmiðla:
- Nota vinsæl myllumerki (#) til að örva meðvitund um afurðina
- Finna út hver eru vinsælustu umræðuefnin meðal markhópsins
- Hámarka gagnsemi miðlanna með skemmtilegum myndum
- Setja sérsniðnar upplýsingar á vefsíðu fyrirtækisins
- Leggja áherslu á að stækka félagslegt netverk
- Setja krækjur á samfélagsmiðla á vefsíðu fyrirtækisins, blogg, bréfsefni o.þ.h.
- Hverjir eru helstu áhrifavaldar á sviði fyrirtækisins.
- Vera í sambandi við fólk sem hefur áður sýnt áhuga á afurðinni og á miðlum fyrirtækisins.
- Hvetja starfsfólk, vini og kunningja til að setja krækjur á miðla fyrirtækisins hjá sér.
- Breikka efni á miðlunum umfram afurðina sjálfa og ná þannig til nýrra viðskiptavina.
- Hamra stöðugt á að kynna afurðina á meðan hún er á markaði
Mynd: Sarah Aboulhosn (16. Júlí 2019) Náð frá sproutsocial
Mynd: frá Hatena Blog (22. september 2018)
10 algeng mistök og hvernig eigi að forðast þau
- Er verið að leggja nægilega vinnu í að byggja upp samfélagsmiðla.
Snjallir frumkvöðlar þekkja getu sína o færni og taka því eitt skref í einu.
- Setja sama efnið á alla samfélagsmiðla.
Það eru stór mistök að setja sama efni á allar síður. Þeir sem notast við samfélagsmiðla eiga venjulega aðild af nokkrum miðlum. Ef þeir sjá saman efnið alstaðar kunna þeir að missa áhugann..
- Er forðast að bregðast við athugasemdum.
Þegar hugsanlegur viðskiptavinur hefur samband við fyrirtækið eða setur athugasemd á samfélagsmiðla þess eða bara kemur með almenna athugasemd, ætti að svara því strax.
- Að nota samfélagsmiðla aðeins í kynningarátaki.
Á samfélagsmiðlum er áreiðanleiki mikils virði og það er allt í lagi að viðurkenna mistök, biðja um hjálp, deila efni einhvers annars og svara heiðarlega gagnrýni. Ef fyrirtækið virðir þetta ekki ætti annað hvort að breyta viðhorfinu eða velja aðra leið til markaðssetningar á netinu.
- Það getur verið gott að gefa gjafir.
Að gefa eitthvað sem kostar ekki mikið fyrir fyrirtækið kemur oft eitthvað annað í staðinn. Þetta mætti kalla „óformlegan samningar“ á samfélagsmiðlum.
- Að birta efni of oft, eða of sjaldan.
Tíðni birtinga á efni er skiptir máli fyrir árangur á notkun samfélagsmiðla. Til þess að auka viðveru á samfélagsmiðlum er ekki nóg að birta eitthvað öðru hvoru en varast ætti að birta of oft.
- Ekki hefur verið lögð áhersla á að kynna sér hvað fylgjendur vilja sjá á miðlunum.
Það er mikilvægt að þekkja þarfir hugsanlegra viðskiptavina, annað væri mikil mistök. Það eru t.d. ekki allir hrifnir af fyndnum myndböndum enda hentar slíkt alls ekki öllum fyrirtækjum.
- Fylgjast með tölfræðinni
Mikilvægar mælingar sem má gera eru t.d., áhrif fyrirtækisins á markaðinn, sala í gegnum samfélagsmiðla, umferð á vefsíðu þína frá samfélagsmiðlum, þátttaka áhorfenda o.s.frv…
- Að reiða sig á að hlutirnir gerist af sjálfu sér.
Fyrirtæki hafa tilhneigingu til að treysta á sjálfvirkar færslur á samfélagsmiðla. Fólk notar samfélagsmiðla vegna þess að það vill hafa samskipti við aðra. Ef allar færslurnar eru sjálfvirkar getur þetta þýtt að samskiptin glatist og að skiptin verði ópersónuleg.
- Að stjórna mörgum samfélagsmiðlum á sama tíma.
Mörg fyrirtæki gera þau mistök að stökkva á alla samfélagsmiðla sem þeir sjá. Þau setja upp nýja miðla og reyna að stjórna þeim öllum í einu og draga þannig úr arðsemi hvers miðils fyrir sig.
Mynd: Louis Fernando Pena, náð í á LF Studio
Mynd: Náð í á WOOP Social (4. september 2018)
Hægt er að dýpka þekkingu á og skilning um Samfélagsmiðla með þessum krækjum:
Íslenska:
Algeng mistök og hvernig á að forðast þau:
- https://markadssetning.namfullordinna.is/2017/11/06/flipboard-4/
- https://www.sahara.is/5-mistoek-i-markassetningu-me-myndboendum-og-hvernig-best-er-forast-au
Samfélagsmiðlar, kynning og auglýsingar:
- https://www.birtingahusid.is/thjonusta/netmarkadssetning/samfelagsmidlar?gclid=Cj0KCQiAlsv_BRDtARIsAHMGVSboq2SncovOTsIDks3QMSHufRl3vT4JNsULSedO2j6Ii4ezvo-l4IQaApHxEALw_wcB
- https://keyofmarketing.is/?ppc_keyword=augl%C3%BDsingar&gclid=Cj0KCQiAlsv_BRDtARIsAHMGVSb8AdsFh9EoB64GWTqEm1HXDq3FtBoZR5GEcthRwsl1D2a9Sx7le0saAqypEALw_wcB
Bestu ráðin um hvernig skuli byggðir upp Samfélagsmiðlar með fjölda fylgjenda:
- https://www.sahara.is/ahrif-samfelagsmila-a-kauphegun
- https://is.aaa-apm.org/how-to-build-social-media-trust-through-meaningful-conversation-contributions-16195
- https://is.st-pierre-et-miquelon.org/how-to-build-social-media-trust-through-meaningful-conversation-contributions-14817
- https://is.ipp-online.org/how-to-build-social-media-trust-through-pleasing-the-audience-7848
Á ensku:
The Social media marketing tips for every platform
15 reasons why social media marketing is important for your business
Social Media Optimization and Marketing Benefits To Your Business Or Website