Konur í hinum dreifðu byggðum eru kjarninn í að viðhalda byggð og að þróa þessar heimabyggðir. Þetta á bæði við í menningarlegu og hagrænu samhengi. Það eru þær sem stuðla að varðveislu hefða og uppbyggingu byggðanna, ekki minnst þar sem fólksfækkun á sér stað.

Undanfarin ár hefur þátttaka kvenna í hefðbundnum atvinnugreinum bæði í þétt- og dreifbýli verið að aukast. Því miður, vegna aðstæðna eins og skorts á atvinnutækifærum, takmarkaðs aðgengis að gæðum, skorts á ýmiskonar menntunarmöguleikum og hugsanlega verkaskiptingu kynjanna, standa konur á frammi fyrir talsverðum áskorunum við að ná fullu jafnrétti milli kynjanna.

Þó að í dag séu vörur sem tengja má við ákveðin héruð að verða verðmætari í augum viðskiptavinarins, ekki minnst með aukningu í fjölda ferðamanna. En það er ekki sjálfgefið að þær konur sem hafa áhuga á eigin framleiðslu séu alltaf meðvitaðar um raunverulegt gildi vörunnar eða hvernig á að koma þeim á framfæri. Of lítill hluti kvenna finnur tækifæri til að afla reglulegra tekna með því að beita hæfileikum sínum til að skapa verðmæti.

W @ W verkefnið byggir á því að bæta og þróa færni kvenna, jafnvel þeirra sem eru án atvinnu og mikillar menntunar, til að fara út á atvinnumarkaðinn og beita áhuga sínum og eljusemi til gera verðmæti úr þeim. Verkefnið byggir á áætlun ESB 2020 um að bregðast við því þar sem framboð til náms kvenna er takmarkað, en þar sem er þörf á að auka fjölda starfa, ekki minnst í því efnahagsástandi sem ríkir í Evrópu í dag.

Til að ná þessum markmiðum hefur samstarfshópurinn sett fram eftirfarandi verkfæri:

  1. Developing An Entrepreneurial Mindset Capacity Building Course
  2. W@W One-Stop Portal
  3. Success Stories Videos
  4. Self Test tool of Appropriateness as an Entrepreneur

Verkefnið er fjármagnað af ERASMUS+ áætluninni, Strategic Partnership for Adult Education og verður starfrækt frá Október 2019 til October 2021