„Meginmarkmið með þessu starfi samstarfshópsins er að þróa í jafnvægi og á nýstárlegan hátt, námskeið um sem bætir færni til byggja upp og þjálfa konur sem frumkvöðla.

Þetta er gert með því að sjá þeim fyrir hæfileikum og færni sem nauðsynleg er til að koma á, auka og bæta viðskipti kvennanna í heimabyggð. Konur hvort sem er í dreifbýli og þéttbýli eru að framleiða afurð sem er þekkt í heimahéraði, þá eru þær drifkrafturinn í að viðhalda og þróa viðskipti og menningu á eigin svæði.

Þetta á sérstaklega við þegar þær stuðla að varðveislu hefða og uppbyggingu atvinnulífs í eigin heimabyggð, sem á stundum þarf að bregðast við fólksfækkun . Úrvalið sem konurnar eru að fást við er umfangsmikið. Þetta geta til dæmis verið verkfæri; fatnaður og skartgripir; búningar og leikmunir fyrir hátíðir og sviðslistir; skrautlist; hljóðfæri og heimilistæki og leikföng, bæði til skemmtunar og fræðslu. Menningararfleifð sem felst í þessu starfi er ómissandi hluti hverrar þjóðar. Margir aðilar í eigin framleiðslu afurða geta átt í erfiðleikum með að laga sig að samkeppni af völdum fjöldaframleiðslu og hnattvæðingar sem geta leitt til verulegra áskorana fyrir þá sem lifa hefðbundinni framleiðslu í heimabyggð.

Women@Work taka þannig mið af öllum þessum málum og hindrunum þegar þróuð voru námskeið sem sérstaklega er beint að þörfum kvenna sem framleiða þekktar afurðir í heimabyggð, en árangur þeirra getur stafa hættu að fjöldaframleiðslu. Þá er skortur á hugarfari frumkvöðla og lítil þekking á viðskiptaumhverfinu hlutir sem tekið er á í námskeiðunum. Mikilvægi stafrænnar hæfni, fjölþjóðlegrar samvinnu, rafrænna viðskipta, mjög sérstakra aðstæðna lítilla fyrirtækja og vinnumarkaðarins í ákveðnum löndum er einnig tekið til greina. Þessi og mörg önnur viðfangsefni eru til umfjöllunar á þessum gagnvirku og aðgengilegu námskeiða sem hafa verið þróuð af samstarfsaðilum í verkefninu.

Vefgátt sem mun þjóna sem:

– rafrænt námstæki sem þróar / eflir frumkvöðlafærni kvenna við ýmsar aðstæður;

– netrými þar sem þátttakendur geta haft samskipti, skiptast á þekkingu en einnig leitað aðstoðar frumkvöðla við ýmiss tengd efni varðandi þróun viðskiptahugmynda;

– stafrænt rými byggt á hugmyndinni um rafræn viðskipti sem bjóða konum upp á tækifæri til að taka að sér frumkvöðlastarfsemi.

Vefsíðan mun hýsa námsefnið „Uppbygging þekkingar og færni“, þar á meðal leiðir til frekara náms. Gáttin er gagnvirk og inniheldur æfingar á netinu og stutta spurningalista. Ýmiss form af stafrænum aðferðum verða nýttar til að bregðast við þörfum notenda, þar sem hægt verður að virkja notendur og setja upplýsingarnar vista upplýsingar.

Að auki mun vefsíðan einnig þjóna sem vettvangur á netinu þar sem konur geta leitað aðstoðar fagfólks við ýmiss tengd mál varðandi þróun viðskipta.

Þróun vefsíðunnar mun leiða saman sérþekkingu, almenna þekkingu og bestu aðferðir sem stuðla að samstarfi kvenna í frumkvöðlastarfi, skapa félagslegt net til að skiptast á hugmyndum og hjálpa konum að stíga sín fyrstu skref í heim frumkvöðlastarfsins.

Hugtakið “Konur í frumkvöðlastarfsemi” má kalla menningarlegt hugtak, þróað á tímum hnattvæðingarinnar. Í flestum tilfellum er farsælt frumkvöðlastarf enn sem komið er, að miklu leiti unnið af körlum.

Því skal þó haldið til haga að fjöldi dæma eru um konur sem með þrjósku og þrautseigju hafa náð góðum árangri. Þess vegna er það megin markmið með því að birta sögur af árangri kvenna. Þetta eru sögur um frelsi, fórnir og velgengni sem sagðar eru í myndböndum.

Þetta eru sögur um frelsi, fórnir og velgengni sem sagðar eru í myndböndum.

Með því að segja sögur um velgengni kvenna í frumkvöðlastarfi geta aðrar konur fengið hvata til að stofna fyrirtæki og gera þannig draum sinn að veruleika.

Samstarfshópurinn mun skipuleggja viðtöl við að minnsta kosti 14 farsælar konur í hópi frumkvöðla í Evrópu. Síðan verða gerð 7 stutt myndbönd þar sem hvert um sig stendur fyrir ákveðið efni:

  1. Að kanna markaðinn, læra að passa inn
  2. Hvaða tækifæri hef ég?
  3. Fjárfestingin er þess virði
  4. Hvernig á að forðast mistök?
  5. Það má gera mistök
  6. Gakktu lengra og hraðar
  7. Ná árangri, setja markið hátt

Myndböndin með sögum kvenna að árangursríku frumkvöðlastarfi, eru í stafrænu formil.Þau verða með enskum undirtexta og er því hægt að nota í allri Evrópu og þess vegna í öllum heiminum. Þessar sögur sýna menningarlegan og félagslegan mun á milli landa í Evrópu. En þau hafa í för með sér þau meginmarkmiðið okkar að skapa verðmæti fyrir frumkvöpðlana og samfélög þeirra. Stefnt er að því að auðvelda konum í frumkvöðlastarfi að auka persónulega þróun um leið og þær bæta afkomu í heimabyggð.

Sjálfsmat um færni og getu til að standa að frumkvöðlastar